Við finnum öll hvað tónlist hefur mikil áhrif á okkur og okkar gjörðir. Hér er TEDx fyrirlestur hjá Dr. Daniel Levitin, sem hann nefnir „The World in Six Songs“, þar sem hann fjallar um þróun menningar og hlutverk tónlistar í þeirri þvóun. Hann talar einnig um áhrif tónlistar á efnafræði heilans, hvernig magn dópamíns breytist, minnkandi stress og eflingu ónæmiskerfisins. Þennan fyrirlestur hélt hann í USC, Háskóla Suður-Kaliforníu.