Kolvetni eru oft flokkuð saman í einn flokk sem skaðleg heilsu. Það sem skiptir mestu máli er að velja réttu kolvetnin. Dæmi um góða kolvetnagjafa: heilkorna vörur, grænmeti, ávextir. Dæmi um slæma kolvetnagjafa: kökur, kex, sælgæti, sykraðir gosdrykkir. Munum að viðbættur sykur getur verið á ýmsu formi: borðsykur, púðursykur, hrásykur, síróp, agavesíróp, ávaxtasykur, hunang. Almennt er ekki talið hollara að skipta út einni sykrutegund fyrir aðra.
Magnið skiptir mestu máli
Það er ekki talið nauðsynlegt að sleppa sykrinum alveg heldur er það magnið sem skiptir mestu máli hérna. Þegar sykurinn er undir ákveðnu magni þá nær líkaminn að vinna úr honum og nýta sem orku. Þetta magn getur verið breytilegt eftir einstaklingum, fer t.d eftir kyni, aldri og hreyfingu fólks.
Undir 10% af heildarorkunni
Neysla á sykri ætti að vera undir 10% af heildarorkunni og ætti alltaf að halda í lágmarki enda þurfum við ekki á sykrinum að halda.
Heimildir:
Embætti landlæknis. Ráðleggingar um mataræði, fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Reykjavík 2014.
Hu FB: Resolved: there is sufficient scientific evidence that decreasing sugar-sweetened beverage consumption will reduce the prevalence of obesity and obesity-related diseases. Obes Rev 2013, 14(8):606–619