Safar & Smoothies – 5 hagnýt ráð

Höfundur:   0 athugasemdir

 

  • Þegar þú ert að velja uppskriftir eða búa til þínar eigin, athugaðu þá magn ávaxtanna í drykknum. Ávextir eru oft á tíðum háir í sykri sem þýðir fleiri hitaeiningar. Ef þú ert að hugsa um að losna við nokkur kíló þá getur það hjálpað þér að gera meira af drykkjum sem innihalda færri ávexti og meira af grænmeti.
  • Notaðu vatn, kókosvatn eða jafnvel möndlumjólk í smoothies og forðastu að nota ávaxtasafa sem alltof oft inniheldur óhóflegt magn af hitaeiningum.
  • Með því að nota eingöngu ávexti sem eru háir í sykir (t.d. banana, mangó, vínber og fíkjur) þá er líklegt að sykurmagnið í blóðinu hækki mjög snöggt og jafnvel umtalsvert og getur það leitt til ójafns blóðsykurs sem getur þá leitt til skapsveiflna, orkuleysis (þegar blóðsykurinn svo fellur) og vanlíðunarinnar. Þetta á sérstaklega við ef þú gerir safa sem inniheldur eingöngu ávexti.  Til að forðast blóðsykursveiflurnar þá er um að gera að hafa meira af grænmeti í drykknum – jafnvel þannig að meira en helmingurinn af innihaldinu sé grænmeti.
  • Reyndu að drekka drykkinn þinn sem allra fyrst eftir að þú hefur búið hann til. Því að súrefnið og birtan getur dregið úr gæðum drykkjarins. Ef þú ætlar ekki að drekka hann strax helltu honum þá í ílát (300ml krukkur koma hér oft að góðum notum) og helltu það miklu að lítið loft sé á milli yfirborð og krukkuloksins. Ef þú ætlar að frysta drykkinn þá skaltu hafa smá bil á milli yfirborðsins og loksins því að við frystinguna getur drykkurinn “blásið út.”
  • Smoothies geymist yfirleitt lengur í kæli heldur en safinn þar sem smoothies inniheldur trefjarnar. Ef smoothie-inn inniheldur sítrusávöxt eins og t.d. sítrónu, lime eða appelsínu þá geymist hann enn betur – jafnvel í 1-2 daga þrátt fyrir að hann innihaldi banana.

 Sjá einnig Borðar þú grænmeti og ávexti daglega?

Þessi grein er hluti af stærri grein sem Ásthildur skrifaði og birtist í janúartölublaði tímaritsins MAN árið 2015.  Fleiri hlutar úr stóru greininni munu birtast á næstu dögum.

 

Heilsukveðja,

Ásthildur Björns

Ásthildur Björnsdóttir

Móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá IIN með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Segðu þína skoðun...