fbpx

Safar – fljótleg orkuskot

Höfundur:   0 athugasemdir

Nýkreistan grænmetissafa má gjarnan sjá í hinum ýmsum hreinsunum og eru þeir meginuppistaðan í safahreinsunum þar sem þeir eru stútfullir af næringu og byggja þar með upp líkamann frumu fyrir frumu.

Með því að drekka nýpressaðan grænmetis- eða ávaxtasafa:

  • Færðu meira magn grænmetis í hverjum skammti þar sem safapressan síar trefjarnar frá og þá þarftu meira magn til að fylla glasið.
  • Færðu heilsusamlegt og fljótlegt orkuskot þar sem líkaminn nýtir næringarefninn úr safanum innan 15 mínútna eftir að hann er drukkinn því að líkaminn þarf ekki að eyða aukaorku í að melta trefjar.
  • Þar sem meltingarkerfið þarf lítið að melta safann þá getur það verið góður kostur fyrir þá einstaklinga sem eiga við meltingarvandamál að stríða ef þeir þurfa að hafa sem minnst álag á kerfinu. Svo eru alltaf einhverjir sem þola illa allar trefjarnar í öllu grænmetinu og ávöxtunum og því getur verið gott að drekka safana heldur en að drekka eingöngu smoothies.
  • Innbyrðirðu meira úrval af grænmeti og ávöxtum – þú getur verið að setja hitt og þetta í safapressuna sem þú að öllu jöfnu ert ekki að borða dags daglega og með réttu samsetningunni þá finnurðu varla bragðið af því þrátt fyrir að það sé í safanum t.d. sellerí – bráðhollt og hreinsandi en fólk virðist skiptast í tvo hópa – annaðhvort líkar það við sellerí eða ekki.
  • Þá þarftu meira rými í ísskápnum fyrir allt magnið af grænmetinu og ávextina ef þú ert að pressa daglega.
  • Þarftu að eyða smástund í þrif á safapressunni sem margir nefna að sé ástæðan fyrir því að blessuð pressan sé inni í skáp. Nokkrar mínútur í þrif er klárlega eitthvað sem þú ættir að eyða með glöðu geði þar sem heilsubætandi áhrif safans er gríðarlegt.


Sjá einnig:

Safar & Smoothies – 5 hagnýt ráð

Borðar þú grænmeti og ávexti daglega?


Þessi grein er hluti af stærri grein sem Ásthildur skrifaði og birtist í janúartölublaði tímaritsins MAN árið 2015.  Fleiri hlutar úr stóru greininni munu birtast á næstu dögum.

Heilsukveðja,
Ásthildur Björns

 

 

Ásthildur Björnsdóttir

Móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá IIN með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Segðu þína skoðun...