Egg í morgunmat stuðlar að þyngdartapi á hitaeiningasnauðu fæði

Höfundur:   2 athugasemdir

Samkvæmt rannsókn þriggja vísindamanna (JS Vander Wal, A Gupta, P Khosla and N V Dhurandhar) úr háskólasamfélaginu í Bandaríkjunum virðist sem neysla eggja í morgunmat á hitaeiningasnauðu mataræði hjálpi talsvert til við þyngdartap.

Vísindamennirnir voru með hóp sem samanstóð af 250 mönnum og konum með BMI yfir 25, þeas þau flokkuðust sem fólk í ofþyngd.

4 hópar:
Egg (E)
Egg + megrun (E-M)
Beygla (B)
Beygla + megrun (B-M)

Morgunmaturinn:
E hópurinn:
Tvö hrærð egg, tvö ristuð brauð, hitaeiningasnauð sulta
B hópurinn:
Beygla, smurostur og léttjógúrt

Morgunmaturinn samanstóð af samtals um 340kcal hjá báðum hópum.

E-M og B-M hóparnir voru almennt á hitaeiningasnauðara fæði, eða minnkuðu inntöku sína um 1.000 kcal á dag, en E og B hóparnir breyttu ekki fjölda hitaeininga sem þau innbyrðu.

Útkoma:
Eftir 8 vikur, þá til samanburðar við B-M hópinn þá kom E-M hópurinn talsvert betur út:
BMI minnkaði um 61% meira
Léttust 65% meira
Mittismál minnkaði um 34% meira
16% meiri lækkun á fituprósentu

Enginn marktækur munur varð á E hópnum og B hópnum.

Niðurstaða:
Að neyta eggja í morgunmat stuðlar að þyngdartapi þegar það er tengt kaloríusnauðu mataræði en hefur engin marktæk áhrif þegar þau eru borðuð hjá fólki almennt sem stjórnar ekki neyslu hitaeiningafjölda.

Heimild: JS Vander Wal, et al. Egg breakfast enhances weight loss. International Journal of Obesity, 2008.

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus