Æfing: Fat Funeral

Höfundur:   3 athugasemdir

Ég rakst á þessa snilldaræfingu hjá Nancy Halterman en hún er með meistaragráðu í þjálfunarfræðum og býr yfir áralangri þjálfarareynslu.

Fat Funeral byggir á snörpum interval skorpum í mismunandi halla og hraða. Æfinguna hennar hef ég gert nokkrum sinnum, hún er stórskemmtileg, virkar flókin við fyrstu sýn en svo er alls ekki.

Fat Funeral

Veldu þér skokk hraða á hlaupabretti. Nancy mælir með að byrjendur séu á 8km hraða, fólk í meðalgóðu formi sé á 9.5km hraða og fólk í góðu formi sé á 11.5km hraða. En auðvitað velur þú þér hraða sem hentar þér en þetta eru ágætis viðmiðunartölur. Við köllum þennan hraða „skokk“ í æfingunni hér að neðan.

Skokk 1 mín
3% halli 30 sek
6% halli 30 sek
9% halli 30 sek
Skokk 1 mín
4% halli 30 sek
8% halli 30 sek
12% halli 30 sek
Skokk 1 mín
5% halli 30 sek
10% halli 30 sek
15% halli 30 sek
Skokk 2 mín
skokk + 4.5km hraði 30 sek
skokk 30 sek
skokk +5km hraði 30 sek
skokk 30 sek
skokk +5.5km hraði 30 sek
skokk 30 sek
skokk +6km hraði 30 sek
skokk 30 sek
skokk +6.5km hraði 30 sek
skokk 1 mínSamtals æfingartími: 15 mínútur

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...