Þarftu púlsmæli ?

Höfundur:   0 athugasemdir

Stutta svarið er já og nei… Við höfum komist af án púlsmæla í árþúsundir en þeir veita okkur svo sannarlega góðar upplýsingar sem við getum nýtt okkur til góðs.

 

Mælaborðið

Þetta með púlsmælinn er ekki ósvipað og með mælaborðið í bílnum. Við erum með hraðamæli, snúningshraðamæli, kílómetramæli, allskonar viðvörunarljós, klukku o.fl. Allt þetta er ekki nauðsynlegt til þess að við getum keyrt bílinn frá A-Ö en það sannarlega veitir okkur góðar og mikilvægar upplýsingar um stöðu bílsins og hvernig hann er að vinna. Ef vantar olíu á bílinn og olíuljósið kviknar þá er það mál sem við þurfum að taka á hið snarasta.

 

Hvað er í gangi í líkamanum ?

Púlsmælum hefur farið fram mikið undanfarið. Fyrir nokkrum árum þá sýndu púlsmælar aðeins púlsinn sjálfan, þeas slög á mínútu. Með nútíma púlsmælum getum við fengið allskonar upplýsingar um þróun hjartsláttartíðni yfir daginn og jafnvel nóttina. Við getum fylgst með svefnlotum, streituástandi líkamans, skrefafjölda, brenndum hitaeiningum, öndunartíðni og jafnvel súrefnismettun í blóði.

Allt þetta veitir okkur góðar upplýsingar og getur stytt okkur leiðina að markmiðum okkar. Þetta getur m.a. gefið okkur til kynna að við erum etv ekki búin að jafna okkur nægilega vel eftir æfingu gærdagsins og því væri hentugt að taka rólega æfingu eða jafnvel hvíla okkur alveg.

Garmin Venu 2 púlsmælir með skjá (watch face) sem heitir “Data Lover”

Ef þú hefur áhuga á að vita hvað er að gerast í líkamanum þínum þá er algjörlega vert að skoða púlsmæla

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...