Sund er meinhollt!

Höfundur:   0 athugasemdir

Sund er meinhollt segir Guðmundur Hafþórsson íþróttafræðingur og sundþjálfari. Í þessum þætti Heilsumáls ræðir hann hér um heilsufarslegan ávinning af sundiðkun fyrir alla aldurshópa óháð þjálfunarástandi og fyrri afrekum.

Sund er fyrir ALLA. – Börn allt niður í 3 mánaða hafa möguleika á sundkennslu og fólk sem er 100 ára syndir. Um leið og þú kemur ofan í vatnið þá verður líkaminn þinn léttur, mjúkur og það skiptir ekki máli hversu gamall eða gömul þú ert líkamanum líður vel í vatni og þú í kjölfarið finnur til slökunar. Hversu gott væri að ná þeirri tilfinningu á hverjum degi.

Þú getur hlustað á viðtalið við Guðmund hér að neðan.

Þú getur einnig fundið viðtalið við Guðmund og fleiri slík viðtöl í símanum þínum í gegnum hin fjölmörgu podcast eða hlaðvarpsforrit sem eru fáanleg. Þú leitar að “Heilsumál” og smellir á “subscribe” og þú færð nýjustu þættina beint í símann þinn.

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...