fbpx

Matarfíkn – aðeins 20 mínútna viljastyrkur á dag ?

Höfundur:   0 athugasemdir

Esther Helga Guðmundsdóttir matarfíkniráðgjafi er mætt til okkar í spjall. Við ræðum við hvað orsakar matarfíkn og hvað við getum gert í henni. Getum við treyst alfarið á viljastyrk okkar eða þurfum við aðrar lausnir ?

Esther Helga er sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf og eftirsótt bæði hér heima og erlendis sem fyrirlesari og kennari fyrir bæði fagfólk og almenning.
Esther Helga stofnaði MFM miðstöðina árið 2006 og hefur unnið mikið að fræðslu um málefnið ásamt því að bjóða uppá einstaklingsmiðaða meðferð við matarfíkn og átröskunum.
Esther Helga er einn af stofnendum og formaður Matarheilla, réttindafélags fyrir þá sem eiga við matarfíkn og átraskanir að stríða. Hún er einnig varaformaður Food Addiction Institute, USA. Esther er sannarlega hafsjór fróðleiks um þetta málefni og frábært að fara yfir þessi mál með henni.

Hægt er að nálgast þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum, sbr. Spotify, Apple Podcasts ofl. en einnig hægt að hlusta í spilaranum hér á síðunni.

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...