Heilsumál 03 – Klósettpappír fyrir 5 milljónir

Höfundur:   0 athugasemdir

Gestur okkar að þessu sinni er Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Við ræðum vítt og breitt um ferðamennsku og þróun ferðamála á Íslandi.

Við Páll ræðum mismunandi tegundir ferðamennsku, upplifun okkar á náttúrunni og hve hraði nútímamannsins er orðinn geigvænlegur.

Einnig fer Páll yfir ýmis atriði er varða ferðamennsku og hvernig fólk skuli bera sig að við að stíga sín fyrstu skref. Við hefjum spjall okkar á Ferðafélaginu sjálfu en það verður 88 ára á þessu ári. Ferðafélag Íslands heldur uppi þjónustu á Laugarveginum og er sú þjónusta mjög kostnaðarsöm. Sem dæmi má nefna keypti Ferðafélag Íslands klósettpappír fyrir um 5 milljónir sumarið 2014 til nota á Laugarveginum.

Tenglar:
Heimasíða Ferðafélags Íslands – fi.is
Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2015

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus