Vísindin á bakvið íþróttadrykki

Höfundur:   0 athugasemdir

Það má gróflega skipta íþróttadrykkjum í tvo flokka:

  1. Drykkir til þess að auka vökvamagn
  2. Kolvetnadrykkir

Drykkir sem auka vökvamagn

Innihalda sölt og lítið magn kolvetna. Tilgangurinn er mest að vökva líkamann hraðar en vatn gerir, eru oftast hypótónískír eða ísótónískir.

Kolvetnadrykkir

Innihalda meira af kolvetnum á hvern 100 mL en vökvadrykkirnir, kolvetnin eru oft í maltodextrin formi. Tilgangur þeirra er að gefa kolvetna orku en reyna að halda lægra osmósustigi en drykkir með sama kolvetnainnihald í sykruformi myndi gera. Þessir drykkir vökva einnig líkamann. Tilbúnir kolvetnadrykkir eru oftast ísótónískir, en síðan er líka hægt að fá þá í duftformi og blanda út í vatn þá getur maður stjórnað styrknum sjálfur.

Hypótónískir drykkir

Frekar lágur osmósustyrkur (færri agnir í 100 mL en í vökvum líkamans), samsetningin gerir það að verkum að það er frásogað hraðar en hreint vatn, hefur oftast minna en 4% kolvetnamagn. Íþróttavatn fellur oftast inn í þennan flokk.

Dæmi: Vatn, powerade zero, svart kaffi.

Ísótónískir drykkir

Hefðbundnir íþróttadrykkur eru oftast ísótónískir (svipaðan osmósustyrk og vökvar líkamans), frásogast álíka hratt eða hraðar en vatn, inniheldur oftast 4-8% kolvetni. Bestir til þess að hlaða bæði vökva og orku í líkamanum við æfingar.

Dæmi:Powerade, Soccerade, Gatorade.

Hypertónískir drykkir

Frásogast hægar þar sem líkaminn byrjar á því að draga vatn inní meltingarfærin til að þynna þá út. Henta því oftast illa á æfingum, getur valdið magaónotum.

Dæmi: Gos, safar.

Drykkir á æfingu

1 klukkustund eða minna, meðal eða lág ákefð: Bara vatn

Hærri ákefð í um klukkustund, 10 km hlaup, sprettæfingar og erfiðar lyftingar: íþróttadrykkir með allt að 8% kolvetnum.

Langar æfingar í mikilli ákefð, þá þarf að foðast snemmbúna glýkógen tæmingu, lágan blóðsykur og vökvatap: 20-60 g kolvetni á klukkustund og um 800 mL vatn, jafnvel meira við heitari aðstæður. Þeir sem svitna mikið eða æfa í lengur en 2 klukkustundir gætu líka þurft íþróttadrykki sem innihalda natríum.

Passa að rugla ekki saman íþóttadrykkjum og orkudrykkjum sem innihalda koffín það er ekki sami hluturinn.

Dæmi um orkudrykki: Magic, Red bull, Monster, Rock star, Cult, Black energy.

Heimildir
Bean, A., The complete guide to sport nutrition. 7 ed. 2013, London: Bloomsburry Publishing.

Hrafnhildur er með B.Sc gráðu í Líffræði frá Háskóla Íslands 2008. Meistarapróf í Næringarfræði frá Háskóla Íslands 2011. ÍAK- einkaþjálfun frá Íþróttaakademíu Keilis 2012. Hrafnhildur starfar sem næringarfræðingur og einkaþjálfari í Hreyfing heilsulind.

Segðu þína skoðun...