Máttur göngutúranna

Höfundur:   0 athugasemdir

The New England Journal of Medicine birti árið 1998 athyglisverðar niðurstöður í rannsókna sem var gerð á 707 karlmönnum á eftirlaunum á aldrinum 61-81 árs, allir voru þeir hæfir um að stunda léttar æfingar á borð við gönguferðir daglega og enginn þeirra reykti. Rannsókninni var fylgt eftir í 12 ár.

Samkvæmt rannsókninni þá er þeirra niðurstaða að einföld hreyfing á borð göngutúrar getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu okkar og jafnvel dregið úr hættu á sjúkdómum.

Súluritið sýnir sláandi niðurstöður. Þeir karlmenn sem gengu meira en 3.2km að meðaltali á dag höfðu nærri helmingi lægri dánartíðni (23.8%) en þeir sem gengu 0-1.6km á dag (40.5%). Einnig er athyglivert hve tíðni andláts sökum krabbameins og hjarta- og æðasjúkdóma lækkaði í hópunum sem stunduðu lengri gönguferðir.

Hjarta- og æðasjúkdómar
Samkvæmt niðurstöðu þessarar rannsóknar þá eru nærri 3x minni líkur á að látast úr hjarta- og æðasjúkdómum sé gengið 3.2km eða meira á meðaltali á dag. 6,2% þeirra sem létust

Krabbamein
Miðað við niðurstöðurnar þá létust rúmlega helmingi færri úr krabbameini (5.6%) í þeim hópi sem stundaði lengstar gönguferðir, eða >3,2km á dag. Í þeim hópi sem gekk minna en 1,6km á dag létust 12.8% úr krabbameini.

Tölfræðilegar aðferðir voru notaðar til að leiðrétta fyrir aðra áhættuþætti á borð við aldur, blóðþrýsting, sykursýki og blóðfitur.

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus