Heilsumál – Endómetríósis/legslímuflakk

Höfundur:   0 athugasemdir

Gestir þáttarins eru í dag eru þær Silja Ástþórsdóttir og Hafdís Einarsdóttir frá samtökum um endometríósu. Í spjalli okkar förum við yfir endómetríósis sjúkdóminn (einnig kallaður legslímuflakk) sem er talið að ein af hverjum tíu konum þjáist af. Við ræðum um sjúkdóminn vítt og breitt og einnig persónulega reynslu Silju og Hafdísar af honum.

Samtök um endómetríósu, endo.is, standa fyrir viku endómetríósu 7. – 13. aríl 2018.  Og einnig er málþing um endómetríósu 11. apríl í Hringsal Landspítalans við Hringbraut. kl: 16:15 – 18:00.  Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

 

Sjá nánar:
endo.is
https://www.facebook.com/endometriosa/

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...