Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að aukin neysla á grænmeti og ávöxtum er gott fyrir hjarta- og æðakerfið ásamt því að hafa fyrirbyggjandi áhrif á ýmsa sjúkdóma eins og t.d. hjarta- og æðasjúkdóma, offitu, áunna sykursýki, þunglyndi og ýmsar gerðir af krabbameini.
Grænmeti og ávextir eru nauðsynlegir hluti af góðu og hollu mataræði. Margir hverjir geta eflaust notið enn meira góðs af þeim með því að auka neysluna umtalsvert. Hér gildir það sama og með margt annað að fjölbreytnin er alveg eins mikilvæg og magnið. Enginn einn ávöxtur eða grænmeti veitir öll þau næringarefni sem þú þarft til að halda líkamanum eins heilbrigðum og frekast er unnt. Lykillinn liggur í að borða eins fjölbreytt grænmeti og ávexti og þú kemst í.
Hvort sem þú færð þér safa eða smoothie þá ertu að veita líkama þínum holla og góða næringu sem nærir þig ásamt því að bæta heilsu þín aog suðla þar með að aukinni vellíðan.
Með því að drekka reglulega safa eða smoothie þá:
- Eykurðu grænmetis- og/eða ávaxtainntöku þína umtalsvert.
- Gerir líkama þínum auðveldara og fljótara fyrir að melta því að drykkirnir eru í fljótandi formi og því auðvelda fyrir upptöku og nýtingu á næringarefnunum.
- Hefur meiri stjórn á matarlystinni og minnkar langanir í sykur og unninn mat því að þú ert að næra frumurnar þínar með nákvæmlega þeim efnum sem þær þurfa á að halda.
Skál í grænum, bleikum, brúnum, rauðum, fjólubláum og gulum hollustudrykk!
Heilsukveðja,
Ásthildur Björns
Þessi grein er hluti af stærri grein sem Ásthildur skrifaði og birtist í janúartölublaði tímaritsins MAN árið 2015. Fleiri hlutar úr stóru greininni munu birtast á næstu dögum.
Heimildir:
Rautiainen, S., Levitan, EB., Mittleman, MA., Wolk, A. (2014). Fruit and vegetable intake and rate of heart failure: a population-based prospective cohort of women. European Journal of Heart Failure.
Mihrshahi, S., Dobson, AJ., Mishra, GD. (2014). Fruit and vegetable consumption and prevalence and incidence of depressive symptoms in mid-age women: results from the Australian lngitudinal study on women´s health. European Journal of Nutrition,
Tayyem, RF., Shehadah, I., Abu-Mweis, et al. (2014) Fruit and vegetable intake among jordanians: results from a case-control study of colorectal cancer. Cancer Control Journal.