fbpx

Sætar hollustukúlur með gulrótum

Höfundur:   0 athugasemdir

Nú fer senn að líða að hausti og skemmtileg árstíð að hefjast þegar skólarnir byrja aftur. Einnig er oft talsvert mikið af nýuppteknum gulrótum sem ganga kaupum og sölum og því er hér hugmynd að stórkostlega einföldu og bragðgóðu millimáli sem inniheldur gulrætur! Kúlurnar er dásamlega gott að eiga til í frystinum og lauma jafnvel nokkrum í nestisboxið.

Innihald:

 • 1 bolli gróft haframjöl t.d Tröllahafrar (hægt er að fá glútenlaust haframjöl)
 • 1/2 bolli rifnar gulrætur
 • 1/4 bolli rúsínur
 • 1/4 bolli gróft skornar möndlur
 • 1/2 – 1 tsk kanill (ég er kanilfíkill og nota því yfirleitt mjööög mikið af þessu dýrðarkryddi!)
 • 1/8 tsk negull
 • 1/8 tsk múskat
 • 1/3 bolli möndlusmjör
 • 1/4 bolli hlynsýróp eða lífrænt hunang (ef þú notar hunangið þá er þetta ekki vegan).

Aðferð:

 1. Möndlusmjöri og hlynsýróp eða lífræna hunanginu er hrært vel saman í lítilli skál.
 2. Haframjöli, rifnum gulrótum, rúsínum, möndlum og kanil blandað saman í meðalstórri skál.
 3. Möndlusmjörsblöndunni er þá bætt við.
 4. Sett í ísskáp í 1 klst.
 5. Blandan mótuð í litlar kúlur með teskeið.
 6. Geymist í frysti.
Ásthildur Björnsdóttir

Móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá IIN með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Segðu þína skoðun...