Hvað er insúlín ?

Höfundur:   0 athugasemdir

Insúlín er hormón og hefur veigamikið starf í líkamanum. Þegar við borðum mat þá er hann brotinn niður; prótein brotnar niður í amínósýrur, fita er brotin niður í fitusýrur og kolvetni brotna niður í glúkósa.

Brisið framleiðir insúlín, sem hefur það meginhlutverk að hjálpa líkamanum að nýta sykur (glúkósa) úr kolvetnum sem við borðum. Insúlín hjálpar líkamanum að nýta glúkósa sem orku eða geyma hann í lifrinni til þess tíma sem við þurfum meira af honum. Insúlín sér um að halda blóðsykrinum í skefjum, þannig að hann sé ekki of hár (hyperglycemia) eða of lár (hypoglycemia).

Frumur líkamans nota sykur sem orku. En sykurinn kemst ekki inn í frumurnar beint heldur virkar insúlín eins og nokkurskonar „lykill“ inn í frumurnar til að hleypa sykrinum inn í frumurnar sem geta svo nýtt hann sem orku.

Sykursýki

Betur verður farið yfir sykursýki í öðrum pósti, en í stuttu máli þá eiga þeir sem eru með sykursýki í vanda með insúlín, annaðhvort framleiðslu eða virki insúlíns.

Sykursýki 1
Brisið framleiðir ekki insúlín, eða í nægu magni, og fólk er háð því að fá insúlín utanfrá, t.d. með sprautum.

Sykursýki 2
Brisið framleiðir insúlín en frumur í vöðvum, fitu og lifur eru með svokallað insúlínviðnám (insúlín óþol/insulin resistance), sem þýðir að insúlín „lykilinn“ virkar ekki nægilega vel á frumurnar til að hleypa sykrinum inn og það veldur alltof háum blóðsykri sem aftur veldur því að brisið framleiðir enn meiri insúlín.

Ef við borðum of mikinn sykur eða kolvetni

Þá fer insúlínframleiðslan á fullt koma jafnvægi á blóðsykurinn og koma fylla á glúkósabirgðir í lifur, ef það dugar ekki sendir insúlínið boð til frumna um að þær þurfi að taka við þessum umfram glúkósa. Ef það er eki þörf fyrir allan þann glúkósa til orkuframleiðslu, viðhalds eða uppsöfnunnar í lifur og vöðum þá er sykrinum breytt í fitu.

„Fituhormónið insúlín“

Bein tenging er milli fitusöfnunar og magn insúlíns í blóðinu. Eins og fram hefur komið hefur insúlínið veigamiklu hlutverki að gegna en insúlín er eitt aðal hormónið sem stjórnar fitusöfnun og rígheldur í orkuna í fituvefnum meðan insúlín að starfa.

Ef við ætlum að losa fitu þá verðum við að halda sykri í lágmarki til að insúlín hindri ekki aðgang að umframorku geymda í fituvefnum.

Heimildir:
Kennsluefni ÍAK einkaþjálfun
http://drhyman.com/blog/2015/01/29/7-ways-permanently-banish-belly-fat/

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...