fbpx

Heimagerð möndlumjólk

Höfundur:   0 athugasemdir

Að gera sína eigin möndlumjólk er alveg ótrúlega einfalt, hagstætt og það góða við það er að þú veist þá nákvæmlega hvað mjólkin þín inniheldur. Það sem gildir er að vera búin að skipuleggja sig aðeins og leggja möndlur í bleyti. Fínt að setja þær í bleyti kvöldinu áður og gera svo mjólkina næsta morgun. Nú ef ekki gefst tími um morguninn þá er hægt að gera mjólkina kvöldinu áður.

Innihald:

 • 1 bolli möndlur með hýðinu
 • Vatn þegar möndlurnar eru settar í bleyti
 • 3 bollar af vatni þegar mjólkin er blönduð
 • Hægt er að bæta við 2-3 stk af döðlum til að hafa mjólkina sætari ef vill.

Aðferð:

 • Möndlurnar settar í bleyti. Settar í skál og vatninu hellt yfir – þannig að þær séu á kafi.

Möndlur-í-bleyti

 

 • Daginn eftir eru möndlurnar skolaðar og þvínæst settar í öflugan blandara.
 • 3 bollum af vatni er bætt við (ég bæti stundum við nokkrum ísmolum til að kæla mjólkina ef ég ætla að nota hana strax).

Möndlur-í-blender

 • Blandað vel saman í blandaranum.

Möndlumjólk-í-blendernum

 • Síupoka (einnig hægt að nota viskustykki) er komið fyrir í skál.
 • Möndlumjólkinni er hellt úr blandaranum yfir í síupokann.

Möndlumjólk-í-poka

 • Látið leka úr og kreistið svo varlega til að ná sem mestum vökva úr pokanum.

Möndlukreist

 • Hellt yfir í flösku og geymt í kæli.
 • Möndlumjólkin geymist í 2-3 daga.
 • Ath. það er nauðsynlegt að hrista flöskuna fyrir notkun (því mjólkin skilur sig).

Geymið endilega möndluhratið í loftþéttu boxi því margt er hægt að gera úr hratinu.
Ég bý til mjólk á 2-3 daga fresti, safna öllu hratinu og bý svo til eitthvað úr því um helgar.

Njótið!

mondlumjolk-4myndir

Ásthildur Björnsdóttir

Móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá IIN með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Segðu þína skoðun...