fbpx

Berjasmoothie með möndlumjólk og kanil

Höfundur:   0 athugasemdir

Þessi berjasmoothie er yndislega góður og frískandi ásamt því að gefa seddu þökk sé möndlumjólkinni sem inniheldur þetta líka góða prótein. Flottast er ef þú útbýrð þér þína eigin möndlumjólk því þá veistu nákvæmlega hvað hún inniheldur og getur þar með minnkað sykurinn sem því miður er oft búið að bæta í þessar tilbúnu.

(Skammtur fyrir 1)

Innihald:

  • 1 – 1 ½ bollar af bláberjum og hindberjum
  • 1 bolli möndlumjólk
  • 1/3 bolli vatn ef þarf – einnig hægt að setja klaka í staðinn ef þú ert ekki með frosinn banana
  • ¼ avokadó
  • 1 lítill banani – æði að nota frosinn
  • 1 tsk eða meira eftir smekk af kanil

Aðferð:

Öllu blandað vel saman

Njótið!

Berjasmoothie-með-möndlum-og-kanil

Ásthildur Björnsdóttir

Móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá IIN með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Segðu þína skoðun...