Fiber Fueled: Biblían um magaflóruna

Höfundur:   0 athugasemdir

Dr. Bulsiewicz gaf út bókina Fiber Fueled á síðasta ári en hann er sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum. Bókin fjallar um magaflóru okkar, mikilvægi hennar og hvernig hægt er að hámarka heilbrigði hennar og heilsu okkar um leið. Mikilvægi magaflóru okkar verður seint ofmetið, jafnvel er talað um að hún sé okkar annar heili.

Dr. Bulsiewicz, eða dr. B eins og hann er gjarnan kallaður, er bandarískur læknir með stórbrotna ferilskrá. Hann skrifaði bókina eftir eigin reynslu og reynslu sjúklinga í hans umsjá.

Ég mun rita um efni þessarar bókar í nokkrum greinum, en innihald hennar er of mikilvægt og vægi hennar of mikið til að hægt sé að ná utan um það í einni grein.

Meðalmanneskjan lætur ofan í sig um 36.000 kg af mat um ævina. Staðreyndin er því sú að það sem við látum ofan í okkur hefur úrslitaáhrif á heilsu okkar.

Þetta eru góðar fréttir, því þetta þýðir jafnframt að við stjórnum því hversu heilsuhraust við erum, og það er aldrei of seint að byrja að snúa heilsu okkar til batnaðar.

Maga okkar inniheldur 39 trilljón örverur en fjöldi þeirra er um 10x fleiri en fjöldi frumna í líkama okkar. Flestar þessara örvera eru bakteríur, og fundist hafa milli 300-1000+ mismunandi tegundir baktería í þarmaflóru okkar.

Fjölbreytni í hverskonar lífríki er nauðsynlegt til að gæta jafnvægis.

Þetta á einnig við um lífríki magaflóru okkar. Þær tegundir örvera sem við viljum styrkja og fjölga hafa undraverðan lækningamátt okkur til handa. Örverurnar búa í smáþörmum okkar og hjálpa okkur að brjóta fæðu okkar niður í smærri einingar. Fæða okkar er einnig fæða þeirra. Ekki nærast allar örverur á sömu fæðutegundum. Þess vegna skiptir öllu máli hvað það er sem við látum ofan í okkur og einnig að fjölbreytni gætir í fæðuvali okkar. Ef við tökum varanlega út einhverja fæðutegund, munu örverurnar sem nærast á þeirri fæðutegund fara úr þarmaflórunni. Örverur skipta sér svo hratt að það sem við látum ofan í okkur á 24 klst hefur áhrif á 50 kynslóðir örvera.

Trefjar eru næring góðu örveruflórunnar

Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við nærum okkur, því það sem fer ofan í okkur nærir mismunandi tegundir örvera. Og það sem nærir góðu örverurnar, þær sem við viljum halda og styrkja í magaflóru okkar, eru trefjar.

Ég heiti Berglind og er einkaþjálfari og jógakennari með BS gráðu í matvæla- og næringarfræði frá Háskóla Íslands. Ég hef kennt fólki að elska sig frá því ég tók minn fyrsta sporahring árið 2006. Ég kenni tækjaþjálfun, jógastöður, öndunartækni og hugleiðslu í World Class og býð einnig upp á 1:1 þjálfun í lífsleikni.

Frekari upplýsingar og tímabókarnir:
brglndyoga.is | brglndyoga@gmail.com

Segðu þína skoðun...