fbpx

Að lækna hjarta- og kransæðasjúkdóma með mataræði

Höfundur:   0 athugasemdir

Dr. Esselstyn Caldwell er bandarískur læknir sem sérhæfir sig í hjarta- og kransæðalækningum. Þessi læknir skarar framúr að mörgu leyti, kannski fyrst og fremst vegna þess að hann hefur á sínum ferli lagt áherslu á að hjálpa sjúklingum í hans umsjá að læknast af sjúkdómunum sem hrjá þá, fremur en að láta þá ganga í gegnum viðamikla og áhættusama skurðaðgerð. Þetta hefur dr. Esselstyn afrekað með því að fá sjúklingana sína til að kúvenda lífsstíl sínum hvað varðar mataræði.

Meðal skjólstæðinga hans eru sjúklingar sem áður höfðu fengið þá greiningu að þeir væru orðnir of veikir til að hægt væri að hjálpa þeim með skurðaðgerð.

Plöntumiðað, óunnið, olíulaust mataræði

Mataræðið sem dr. Esselstyn lætur sjúklinga sína á er eftirleiðis, í grófum dráttum:

Þeir mega borða eins mikið og þeir vilja en fæðið á að vera plöntumiðað, s.s. ekkert kjöt eða afurðir úr dýrum.

Fæðið á að vera að mestu óunnið, s.s. ferskt grænmeti og ávextir, baunir, hnetur og fræ.

Olíulaust (matarolíur eru unnin matvæli).

Dr. Esselstyn með afar stórbrotna ferilskrá. Hann útskrifaðist með B.A. gráðu frá Yale háskóla og meistaragráðu frá háskóla Western Reserve. Árið 1956 keppti hann og vann gull í róðri á Ólympíuleikunum það árið. Dr. Esselstyn hlaut þjálfun sína sem skurðlæknir á sjúkraspítala Cleveland fylkis í Bandaríkjunum og á spítala St. George í London. Árið 1968 hlaut hann Bronze Stjörnuna fyrir afrek sín sem herskurðlæknir í Víetnam stríðinu.

Dr. Esselstyn hefur verið tengdur sjúkraspítala Cleveland fylkis frá 1968 þar sem hann hefur gengt stöðu yfirmanns, bæði yfir stýrihóp spítalans og skjaldkirtilsskurðlækninga og er meðlimur í stjórnarráði brjóstakrabbameina við spítalann. Hann er einnig meðlimur í bandaríska stjórnarráði hjartalækna. Listinn yfir afrek hans er bæði langur og markverður, hægt er að fræðast meira um feril hans hér og hér, en skemmst er frá því að segja að hann státar af ótalmörgum afrekum og heiðursverðlaunum vegna aðkomu hans í læknisfræði.

Lengsta rannsókn sinnar tegundar

Dr. Esselstyn hefur framkvæmt yfir 150 rannsóknir í læknisfræði og birt niðurstöður þeirra í vísindaritum. Árið 1995 birti hann niðurstöður rannsóknar þar sem alvarlega veikir hjarta-og kransæðasjúklingar breyttu mataræði sínu eftir tilskipan dr. Esselstyn. Eftirfylgni var framkvæmd á rannsókninni 12 árum seinna og státar hún því að vera sú lengsta sinnar tegundar, eða yfir 20 ára löng. Rannsóknin og niðurstöður hennar voru gefnar út í bókinni: Prevent and Reverse Heart Disease.

99,4% þátttakenda enn lausir við meiriháttar hjartasjúkdóma 3.7 árum eftir rannsóknina

Árið 2014 greindi dr. Esselstyn frá reynslu 198 þátttakenda í rannsókn sem hann stýrði, en þátttakendurnir þjáðust af alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum. 3.7 árum eftir rannsóknina fylgdu 89% þátttakenda ennþá mataræðisáætlun dr. Esselstyn og voru 99,4% þeirra lausir við meiriháttar hjartasjúkdóma.

Esselstyn læknir og eiginkona hans, Ann Crile Esselstyn, hafa sjálf fylgt plöntumiðuðu mataræði síðan árið 1984. Dr. Esselstyn stýrir um þessar mundir hjarta- og æðasjúkdómsdeildinni í Cleveland Clinic Wellness Institute stofnuninni, auk þess að rita greinar og birta niðurstöður rannsókna, tala á fyrirlestrum um læknisfræði (m.a. er TED fyrirlestur hans að finna hér) og koma fram í heimildarmyndum um heilsu.

Berglind Rúnarsdóttir

Ég heiti Berglind Rúnarsdóttir og er jógakennari með BS gráðu í matvælafræði, kafari, fríkafari, ferðalangur, móðir, stjúpmóðir og kærasta. Ég hef ástundað jóga, hugleiðslu og öndunaræfingar í yfir 20 ár og snúast áhugamálin yfirleitt um að hámarka heilsu og vellíðan, dansa og að busla í vatni við hvert tækifæri. Árið 2006 varði ég þremur mánuðum við köfun við strendur Thailands til að ná PADI köfunarmeistararéttindum (e. Dive Master). Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir mikilvægi meðvitaðrar öndunar og að viðhalda ró í krefjandi aðstæðum.

Ég hef tekið þátt í IFBB módel fitness þar sem ég vann í mínum flokki, æft Roller Derby með íslenska landsliðinu um árabil, gegnt hlutverki lukkudýrs og ferðast víðsvegar um heiminn eins míns líðs, bæði innan og utan Evrópu. Þetta hef ég gert til að fá þær upplifanir sem ég vildi, til að skora á sjálfa mig og til að þjálfa með mér hæfni til að dvelja utan þægindarammans.

Ég leitast sífellt við að bæta við mig þekkingu í næringarfræði, öndunartækni (Wim Hof, Buteyko, Soma og DMT öndunaræfingum) og hverskyns lífsleikni. Ég brenn fyrir að hjálpa fólki að ná árangri í sínu lífi og sigrast á sínum vandamálum.

Vefsíðan mín brglndyoga.is er komin í loftið og er hægt að óska eftir ráðgjöf á brglndyoga@gmail.com

Segðu þína skoðun...