fbpx

Avókadóbændum rænt í Mexíkó

Höfundur:   0 athugasemdir

Mannrán og fjárkúgun hafa verið alvarlegt vandamál fyrir avókadóbændur í Mexíkó. Avókadó hafa notið sífellt aukinna vinsælda jafnt og þétt undanfarið, verð hafa hækkað og bændur hafa haft meira milli handanna. Þetta hefur m.a. þýtt að glæpagengi í Mexíkó hafa verið vaxandi vandamál fyrir avókadóbændur þar í landi.

Tancítaro í Michoacán héraði Mexíkó er þekkt sem avókadóhöfuðborg Mexíkó. Tancítaro er lítill bær með aðeins um 30.000 íbúa. Verðmæti avókadóframleiðslu í bænum samsvarar um 2milljón dollurum, eða yfir 205 milljónum Íslenskra króna daglega.

Avókadóbændur í héraðinu hafa tekið til bragðs að ráða vopnaðar sveitir til öryggisgæslu og vernda „græna gullið“ sem avókadó sannarlega orðið.

Heimildir:
https://www.theguardian.com/cities/2017/may/18/avocado-police-tancitaro-mexico-law-drug-cartels
http://www.bbc.com/news/world-latin-america-41635008

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...