Meðvirkni er orð sem allir þekkja en fæstir vita í raun og veru hversu víðtækt vandamál er hér á ferðinni. Áður fyrr var litið svo á að aðallega konur væru meðvirkar, konur sem bjuggu við alkóhólískar aðstæður. Þetta voru óhamingjusamar konur sem létu allt yfir sig ganga, gerðu ekkert nema að tuða og kunnu ekki að segja nei.