5-4-3-2-1 regla Mel Robbins: endurforritum okkur, lærum muninn á streitu og spenning og þjálfum okkur í að þora.

Höfundur:   0 athugasemdir

Jákvæðar hugsanir við krefjandi aðstæður virka ekki einar og sér. Það er vegna þess að:

Líkamlega upplifum við streitu og spenning eins.

Ef þú stendur frammi fyrir spennandi lífsverkefni og upplifir streitu, ef þér hneigir til streitu og/eða hefur markmið sem þig langar að vinna að, munu jákvæðar hugsanir einar og sér ekki virka. Að vera spenntur yfir einhverju og að upplifa ótta virkar nefnilega eins á heilann okkar. Heili okkar er í grunninn alger gunga og er forritaður til að koma okkur úr hættuástandi. Það þjónaði okkur áður vel, þegar við vorum upp á náttúruöflin komin. Við komumst af með því að verða góð í að greina og koma okkur úr hættu. Þetta þjónar okkur hinsvegar ekki vel í aðstæðum sem eru krefjandi og þar sem við viljum taka áhættu. Þegar við viljum skara framúr og/eða bæta lífsvenjur.

Ef við leyfum innra streymi áhyggna og niðurrifshugsana að fljóta áfram gagnrýnislaust, þá venjumst við þeim, venjumst því að vera í streituástandi.

Líkamleg einkenni streitu og spennings er eins (hjartslátturinn eykst, svitaframleiðsla tekur við sér, þrengsli í hálsi, rjóðar kinnar o.þ.h.) og því gerir heili okkar ekki mun á þessum upplifunum. Eini munurinn er hugsunin sem liggur á bakvið. Ef okkur hneigir til streitu, þá er það líkamlegt ástand sem við erum vön og eitthvað sem heili okkar mun láta okkur forðast, til að vernda okkur. Það leiðir til þess að þegar við erum í aðstæðum (eða hugsum um að koma okkur í aðstæður) þar sem við upplifum spenning, mun heili okkar skynja ástandið sem streituvald og letja okkur til að koma okkur í þannig aðstæður. Þetta gerir hann til að vernda okkur, halda okkur frá hættu.

Spenningur er jákvæð upplifun, en þar sem heili okkar skilgreinir spenning sem streituástand, reynir hann að láta okkur forðast aðstæður þar sem við upplifum spenning.
Jákvæð hugsun eins og sér virkar ekki til að hvetja okkur til dáða. Í sumum tilfellum gæti hún jafnvel gert illt verra, vegna þess að hún eykur á hugsanaflæðið í stað þess að stöðva það. Að telja upp virkar ekki heldur, upptalning krefst ekki einbeitningar og hægt er að halda áfram að telja upp.

Við að telja niður frá 5 neyðist heilinn til að einbeita sér. Við það stöðvast hugsanaflæðið og við getum stokkið til framkvæmda.

Vökustundir okkar einkennast af ákvarðanatöku: við þurfum að ákveða hvað við eigum að borða, hvort við eigum að byrja á eða halda áfram með verkefni, fara í ræktina, rétta úr bakinu, hringja í mömmu, taka til eða horfa á þátt, anda djúpt o.s.frv o.s.frv, allar okkar vökustundir. Ef við leyfum okkur að hugsa um að gera eitthvað sem vekur með okkur spenning, þó það sé ekki nema 5 sekúndur eða minna, tekur heilinn eftir, og hans markmið er að halda okkur innan þægindarammans.
Við þurfum hvata til að koma okkur í verk. 5 sekúndna reglan hjálpar okkur til dáða. Hugmynd kemst til framkvæmda þegar við teljum strax niður frá 5, um leið og við fáum hugmyndina.
Þetta er æfing, þegar þú áttar þig á því að þú ert að fá hugmynd, hugsa niðurrifshugsun eða finna fyrir kvíða, teldu niður frá 5 og hugsaðu svo jákvæða hugsun eftirá.

Ef við segðum upphátt það sem innri röddin segir okkur þá stæði okkur ekki á sama.

Þegar innri röddin okkar fær að tjá sig gagnrýnislaust getur hún verið svo mikið niðurrif, endalaust streymi af áhyggjum og svo fjarri raunveruleikanum, að ef henni væri útvarpað upphátt þá mundum við átta okkur á því hversu fjarstæðukennd hún er. Við mundum ekki bjóða annarri manneskju upp á það hvernig við hugsum um okkur sjálf. Svoleiðis tölum við samt við okkur sjálf allan daginn, ef við leyfum hugsununum að fljóta gagnrýnislaust. Það er því ekki skrítið ef við búum við kvíða og/eða minnimáttakennd. Meðan við erum ekki meðvituð um það hvernig heili okkar virkar, eða um þetta endalausa streymi niðurrifshugsana, missum við af tækifærum í lífinu og að koma hugmyndum okkar í framkvæmd.

Niðurtalningin 5-4-3-2-1 undirbýr heila okkar til að taka á móti nýrri forritun við gamalreyndar aðstæður.

Í stað kvíða og niðurrifshugsana geturu nú sagt þér t.d. jákvæða möntru og séð fyrir þér að þú hafir þegar afrekað það sem þig langar koma í framkvæmd.

Teljum niður frá 5 þegar við fáum hugmynd í kollinn. Þessi ofureinfalda og árangursríka aðferð nýtur mikillar fylgni, enda virkar hún, ekki að leita langt á samfélagsmiðlum til að finna fólk úr allskonar áttum lofsyngja hana.

Ég heiti Berglind og er einkaþjálfari og jógakennari með BS gráðu í matvæla- og næringarfræði frá Háskóla Íslands. Ég hef kennt fólki að elska sig frá því ég tók minn fyrsta sporahring árið 2006. Ég kenni tækjaþjálfun, jógastöður, öndunartækni og hugleiðslu í World Class og býð einnig upp á 1:1 þjálfun í lífsleikni.

Frekari upplýsingar og tímabókarnir:
brglndyoga.is | brglndyoga@gmail.com

Segðu þína skoðun...