Af hverju prumpum við ?

Höfundur:   0 athugasemdir

Vindgangur stafar af ómeltanlegum kolvetnum sem bakteríur í ristlinum sundra og mynda um leið vetni og koltvíildi (koltvíoxíð, CO2). Gastegundirnar berast út um endaþarmsopið sem prump.

Hvaðan kemur lyktin ?
Lyktin sem oft fylgir vindgangi stafar af brennisteinssamböndum sem sumar bakteríur í ristlinum mynda. Það má ætla að þeim mun meiri brennisteinssambönd sem myndast í ristlinum, þeim mun meiri lykt fylgi vindganginum.

Metanmyndun
Það er mýta að þetta ferli myndi einnig metan hjá öllum en það er einungis um hjá þriðjungi manna sem það myndast.

Prótein „prump“
Ef þú borðar hæfilegt magn af próteinum (u.þ.b. 1 gr. per kíló af líkamsþyngd) þá brotnar það niður í smágirnum í amínósýrur sem líkaminn tekur upp og fer í blóðrásina. Ef hinsvegar þú borðar mikið magn próteina þá fer umframmagnið í ristilinn þar sem bakteríur taka við
því og hamast við að brjóta það niður og skila frá sér brennisteinsvetni (H2S, lyktar eins og rotin egg).

Helsta ráðið er því að passa próteinmagnið sem þú innbyrðir.

Hversu oft er eðlilegt að prumpa á dag ?

Prump eða eðlileg losun vindtegunda er talin vera um 14 til 23 skipti á dag.

Elsta dæmið um orðið prump
Elsta dæmið um orðið prump sem finnst í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr bókinni Sálmurinn um blómið eftir Þórberg Þórðarson sem kom fyrst út 1954.

Heimildir:
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=59817

The Low-FODMAP Diet Step by Step. Amino acids — the building blocks of protein — then help to build muscle, bone, cartilage, and blood. Kate Scarlata, R.D

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...