Heilsumál – Betri sjón og betri augnheilsa

Höfundur:   0 athugasemdir

Gestur okkar í dag er Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir. Hann útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann lauk doktorsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1996. Hann útskrifaðist sem augnlæknir frá augndeild Duke háskólans í Norður-Karólínu árið 2000 og lauk síðan sérnámi í sjónlagsaðgerðum með laser og hornhimnulækningum ári síðar.

Jóhannes er einn fremsti augnlæknir landsins á sviði laser- og hornhimnulækningum. Við fengum hann í spjall um ýmislegt er varðar augun og almenna augnheilsu.

Jóhannes fræðir okkur um þá staðreynd að mjög margir á Íslandi séu að fást við mjög þurr augu og líður illa í þeim vegna þess. Íslenskt loftslag og brennisteinssambönd í loftinu skipti þar sköpum.

Í spjalli okkar förum við einnig yfir íþrótta- og tómstundaiðkun og slys á augum.

Við Íslandingar höfum lítið af litarefni í auganu á okkur, þ.a.l. kemst mikið af sól inn í augað.
Beint samband virðist vera á milli sólar og tveggja stórra augnsjúkdóma, það eru ský á augasteini og hrörnun á augnbotnum.
Því ættum við að nota sólgleraugun óspart eins og kemur fram í spjallinu við Jóhannes.

Gott mataræði er mikilvægt fyrir líkamann allan og ekki síst augun. Varðandi vítamín þá nefnir Jóhannes þau mikilvægustu fyrir augun, en þau eru E, A og C-vítamín. Fitusýrur eru mikilvægar fyrir bætta augnheilsu og þá sérstaklega Ómega-3 fitusýrurnar.


 

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus