Meðvituð máltíð – notaðu fínt matarstell

Höfundur:   0 athugasemdir

Ég hef talsvert verið að hugsa um hve ómeðvituð við mörg erum þegar kemur að máltíðum. Oft á tíðum skóflar maður í sig matnum eins og enginn sé morgundagurinn! Og þegar maður er spurður hvað maður hafi borðað í hádeginu þá stundum man maður það jafnvel ekki, æsingurinn að troða þessu í smjéttið á sér var svo mikill að það hreinilega skráðist ekki í harða diskinn milli eyrnanna hvað væri eignilega verið að borða.

Dagurinn í dag fór í allskonar útréttingar og mikið eftir að stússast í kvöld þannig að ég ákvað kaupa mér mat og taka með heim. Kom við í Local og valdi mér salat sem mér finnst gott. Oftast hef ég borðað bara upp úr pappa-take-away málinu sem salatið kemur í, en ákvað að heiðra matinn með almennilegum diski og hnífapörum.

Borðað meðvitað

Þegar ég fór að hugsa um þessa máltíð, hvernig gæti ég notið hennar sem best – og meðvitað…. þá flaug mér í hug að nota hnífapör sem eru þyngri en mín venjulegu. Það er eitthvað við að borða með gæða hnífapörum sem þessum, ég allavegana fékk mikið úr úr máltíðinni. Fyrir valinu urðu hnífapör sem ég fékk hjá Sævari vini mínum í Weber, hnífapör sem ég nota yfirleitt í djúsí steikur og svoleiðis. Með hnífapörin í hönd fann ég hvernig þyngdin á þeim sögðu mér, eða allaveganna töldu mér trú um, að ég væri að borða mjög mikilvæga máltíð – en ekki bara eitthvað quick salat on-the-go!

Umhverfið – hljóð ofl.

Ég prófaði líka að hafa ekkert í gangi, enga tónlist, ekkert sjónvarp – bara nánast þögn. Ég hugsaði um hvern bita og beindi huganum að hverjum munnbita og skoðaði vel hvað fór á gaffalinn hverju sinni. Með þessu var ég mjög meðvitaður um hvern munnbita og fann hvernig munnvatnsframleiðslan fór af stað og líkaminn var sáttur við að fá þessa næringu í kroppinn.

Ég mæli með því að prófa að borða svona meðvitað, fáðu þér fínan disk, góð hnífapör, gott glas og beindu huganum að því sem þú ert að borða og hvernig þú gerir það. Skoðaðu diskinn þinn og veltu fyrir þér matarsamsetningu á gaffalinn hverju sinni. Þetta er viss matarupplifun sem ég kunni vel við og ákvað að deila hér með ykkur 🙂

Bent er ÍAK einkaþjálfari og auk þess með sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum og vann m.a. um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class. Bent var vefstjóri Kópavogsbæjar um árabil og hefur einnig unnið við margvísleg verkefni hjá mbl.is. Bent er ljósmyndari og hafa myndir eftir hann verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er auk þess bæði tónlistarmaður og tónlistarkennari og brautryðjandi í fjarkennslu á gítar. Bent er einnig menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins.

Segðu þína skoðun...