Hvað er viðbættur sykur?

Höfundur:   0 athugasemdir

Sykur er af náttúrunnar hendi til staðar í sumum matvælum. Til dæmis er ávaxtasykur í ávöxtum og mjólkursykur í mjólkurvörum. Þegar sykri er bætt við matvöruna í framleiðslu er talað um viðbættan sykur. Það er ekki einungis hvítur sykur sem telst sem viðbættur sykur heldur einnig hrásykur, síróp, púðursykur, mólassi, glúkósi (þrúgusykur) og ávaxtasykur (frúktósi) svo dæmi séu nefnd. Af þessu má sjá að það er oft erfitt að fylgjast með þessu þar sem sykurinn gengur undir margvíslegum nöfnum.

 

Merkingar matvæla

Hagræði væri fyrir neytendur að framleiðendum væri skylt að tilgreina viðbættan sykur í matvörum. Það myndi auðvelda okkur til muna að fylgjast með og dregið úr neyslu viðbætts sykurs.

 

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus