Möndluhrökkkex

Höfundur:   0 athugasemdir

Ef þú ert að búa þér til þína eigin heimagerðu möndlumjólk þá er hér hugmynd hvað þú getur gert við möndluhratið.  Þetta hrökkkex er gott að eiga til að fá sér t.d. í millimál ásamt hummus eða pestó.  Það er ótrúlega einfalt að útbúa deigið og svo er bara að leyfa kexinu að þurrkast í ofninum.

Innihald:

 • 2 bollar möndluhrat
 • ¼ bolli möluð hörfræ
 • 3 msk næringarger (nutritional yeast)*
 • 1/2 – 3/4 msk sjávarsalt
 • 1-2 msk ítalskt krydd (hægt að nota oregano, basil, timian)
 • 3 msk kókosolía – brædd

Aðferð:

 1. Öllu blandað saman.  Deigið verður ekki að svona venjulegu deigi – frekar svona mulningur.
 2. Deiginu skipt í tvennt og sett á tvær plötur.
 3. Sett á bökunarpappír og leggið aðra örk af bökunarpappír ofan á og fletjið þannig út með kökukefli.
  Þú vilt hafa deigið frekar þunnt.
 4. Fjarlægðu efri bökunarpappírinn og skerðu deigið t.d. með pizzahníf í þá kexstærð sem þú vilt hafa kexið.
 5. Sett í 120 gr. heitan ofn.
 6. Bakað í 80-110 mín eða þar til kexið er orðið bakað í gegn.  Þú þarft að fylgjast vel með kexinu þarna í lokin.  Frekar að baka það aðeins lengur en ekki – því þú vilt hafa kexið þurrt.

Njóttu!

Ásthildur Björnsdóttir

Móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá IIN með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus