Létt og frískandi avokadósalat með fennel

Höfundur:   0 athugasemdir

Þetta frískandi og ofureinfalda salat geri ég stundum þegar mig langar í eitthvað mjög fljótlegt hollt og hressandi millimál eða jafnvel léttan hádegisverð og þá drekk ég gjarnan nýpressaðan grænmetissafa með. Mér finnst þessi blanda alltaf svo góð og hægt er að leika sér með salatið og bæta hinu og þessu út í – hér er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.
Innihald:

  • 1 lítið avokadó
  • ¼ fennel
  • 1-2 msk sólblómafræ
  • 1-2 msk graskersfræ
  • ½ – 1 tsk sjávarsalt
  • Fersk sítróna kreist yfir
  • P.s. allt ofangreint er hægt að hafa meira/minna af – allt eftir því hvað þú átt og eins hvað þér finnst gott.

Aðferð:

  1. Afhýddu avokadó og skerðu í teninga.
  2. Skerðu fennelið einnig smátt.
  3. Öllu blandað saman – tilbúið.

Njóttu!

Móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá IIN með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Segðu þína skoðun...