Kelp núðlur

Höfundur:   0 athugasemdir

Kelp núðlur (kelp noodles)!  Man þegar ég smakkaði þær í fyrsta sinn fyrir talsvert löngu síðan, horfði mjög skeptísk á þær og fannst þær frekar óspennandi.  En mikið ofsalega komu þær á óvart – stökkar og bragðlitlar þannig að hér er aldeilis hægt að leika sér með núðlurnar og þá spilar inn í hvað þú hefur með þeim.  Núðlurnar eru unnar úr þara sem gerir þær að mikilli hollustuvöru.  Þá innihalda núðlurnar örfáar kaloríur eða um heil 5 stykki á hver 100 gr. ásamt því að innihalda vel af steinefnum eins og t.d. joði, kalíum, járni og kalki.  Hver poki (þessir grænu pokar sem fást í helstu stórmörkuðum) dugar mér í 2-3 máltíðir.

Innihald:

 • 2 lúkur rucolla salat – eða annað grænt salat að eigin vali
 • 1 bolli kelp núðlur
 • Agúrkubútur – skorinn í sneiðar
 • 1 stk tómatur – skorinn í sneiðar
 • Nokkrar ólífur
 • ½ Granataepli – fræin notuð
 • 2-3 msk sólþurrkaðir tómatar – saxaðir
 • 2-3 msk þurrristaðar kashewhnetur og sesamfræ
 • Tahinisósa: 1 msk tahini + 1-2 msk sítrónusafi

 

Aðferð:

  1. Grænmetið skorið niður og raðað á disk.
  2. Tahinisósan pískuð saman í lítilli skál og hellt yfir.
  3. Mér finnst einnig dásamlega gott að setja eins og eina matskeið af heimagerðum hummus ofan á salatið.  Hér er t.d. einföld og góð hummusuppskrift.

Njótið!

Ásthildur Björnsdóttir

Móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi frá IIN með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus