
Rafrænn fyrirlestur um svefn & kynlíf
Höfundur: 0 athugasemdir
Svefn bætir kynlíf og kynlíf bætir svefn.
Svefn og kynlíf eru tvær af grunnþörfum mannsins og eiga stóran þátt í vellíðan okkar. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu og er kynheilsa þar engin undantekning. Sandra Mjöll Jónsdóttir, doktor í líf- og læknavísindum fræðir okkur um það hvernig góður svefn hefur áhrif á kynlíf, kynlöngun og frjósemi og hvað við getum gert til að njóta fleiri stunda innan veggja svefnherbergisins.
Við viljum bjóða þér á rafrænan fyrirlestur um svefn & kynlíf. Nánari upplýsingar og skráning er á viðburðinum á Facebook:
https://www.facebook.com/events/124234236257954