
Ertu að eyða eða verja tíma með börnunum ?
Höfundur: 0 athugasemdir
Það hefur alltaf stungið mig þegar fólk talar um að eyða tíma. Mér finnst í því felast svo mikil neikvæðni og svartsýni. Fólk talar um illgresiseyði, skordýraeyði, eyðibýli og annað í þeim dúr sem er frekar í átt að dauða en blómstrandi lifandi lífi.
Verja tíma
Ég hef tamið mér að tala frekar um að verja tíma til að gera hitt og þetta sem ég hef ánægju af. Til dæmis hugsa ég algjörlega um það að verja tíma með dóttur minni umfram að eyða tíma með henni. Í mínum huga verður stundin dýrmætari, uppfull af jákvæðni og það er einnig mun meiri núvitund í því heldur en að eyða tíma. Ég er að „passa“ upp á tímann, verja hann, og vera staddur á staðnum – meðvitað.
Hvað finnst þér ? Hefurðu pælt í þessu ? Hvort ert þú að eyða tíma eða verja tíma ?