Að lifa í andartakinu

Höfundur:   0 athugasemdir

Að lifa í andartakinu og njóta – án áhyggja eða kvíða getur verið erfitt.

Með yogaiðkun getur þú komist nær því að lifa í andartakinu og njóta. Á leið þinni að betri líðan, hvort sem þín leið að betri líðan og að auknum styrk líkamans sé í gegnum yogaiðkun eða annað, þá geta komið dýfur á leiðinni að takmarkinu. Það geta orðið sveiflur á líðan. Á þessu ferðalagi varstu etv. farin að upplifa betri líðan og aukinn styrk í líkamanum. Þessar dýfur geta því fengið þig til að efast um sjálfa þig og takmarkið sem þú varst/ert að vinna í átt að. Átti yoga ekki að að láta þig líða vel og auka andlegan og líkamlegan styrk? Jú yoga getur sannarlega gert það með reglulegri iðkun og ástundun. En þú munt áfram sveiflast með lífinu, með því sem gerist í kringum þig og þeim tilfinningum sem hrærast innra með þér. Það sem gerist með reglulegri yogaástundun og hugleiðslu er að þú nærð smátt og smátt betri stjórn á sjálfri þér; dýfurnar verða með tímanum grynnri og þú nærð betri tökum á lífinu og nærð að lifa betur í andartakinu. Hver og einn hefur sína byrði að bera – þetta er langtímaverkefni. Að lifa í andartakinu er langtímaverkefni. Lífið minnir okkur of oft á hversu hverfult það er.

Verum þakklát fyrir andartakið og fyrir að lifa hér og nú.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá höfum við aðeins okkur sjálf til að treysta á.
Treystu fyrst og síðast á sjálfan þig.
Þú kemst ekki undan sjálfum þér – því miður á stundum.
Það er eins gott að reyna sættast við þessa manneskju sem þú ert.
Þú ert eina manneskjuna sem þú munt nokkurn tíman geta breytt, mótað eða betrumbætt.
Vertu besta útgáfan af sjálfum þér.

Andrea Margeirsdóttir

Andrea lauk BA í sálfræði viđ HÍ og starfsréttindanámi í félagsráđgjöf við HÌ. Andrea hefur lokið Yogakennaranámi og rekur Yogasmiðjuna.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus