Sérsniðin næringarráðgjöf fyrir þig

Höfundur:   0 athugasemdir

Vegurinn um matvælaskóginn er vandrataður og við erum hér til að hjálpa þér. Næringarfræðingar okkar eru að setja saman ráðgjafapakka sem samanstendur af viðtali og eftirfylgni í 4 vikur. Þessi þjónusta er hentug fyrir alla hvar sem fólk býr því viðtalið fer fram í gegnum netið (skype, viber eða annað sem hentar) og eftirfylgnin er einnig í rafrænu formi.

Hvatning og aðhald
Til að þú fáir sem mest út úr ráðgjöfinni heldur þú matardagbók og næringarfræðingur okkar fer yfir hana og leiðbeinir þér hvað megi betur fara, ásamt því að hvetja þig áfram að gera góða hluti.

Fjárfesting til framtíðar
Þessar fjórar vikur leggja grunn að heilbrigðu og góðu mataræði fyrir þig til framtíðar.

Það eru takmörkuð pláss í boði.
Ef þú vilt fá upplýsingar þegar þetta er tilbúið og við hefjum skráningar, settu þá upplýsingarnar þínar hér fyrir neðan og þú ert komin/n á forgangslista yfir þá sem get nýtt sér þjónustuna þegar hún er klár.

Please wait...

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...