Dagar okkar eru taldir… (video)

Höfundur:   0 athugasemdir

Dagar okkar eru taldir…

Flest okkar högum lífi okkar eins og við munum lifa endalaust. Okkar dagar eru taldir, þeir eru bara mismargir. Hversu mörg okkar hafa drauma sem eru á „hold“ þangað til við höfum tíma fyrir þá ? Alltof margir… tíminn sem við bíðum eftir til að framkvæma okkar drauma kemur kannski aldrei.

Tíminn er núna!

Við vitum ekki hvað við lífsklukkan okkar gengur hratt, tíminn er núna til að njóta þess að vera til. Hugsa um eigin heilsu, elska, hlægja og elta drauma okkar.

29.070 dagar…

Samkvæmt grein Hagstofunnar frá 2009 er áætlaður lífaldur Íslendinga sá hæsti á Norðurlöndunum eða 79,6ár. Það gera um 29.070 dagar. Þegar tíminn sem fer í svefn, vinnu, heimilisstörf, ferðir til og fá vinnu, er ekki mikið eftir – nýtum tíman vel! Peningar koma og fara, tíminn fer og kemur aldrei aftur. Nýtum hann vel!

Hér er gott video sem sýnir okkur dæmigerða skiptingu ævinnar, hugum betur að tímanum og okkar vali dags daglega hvernig við högum honum.

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus