Lífið er ekki alltaf fokking blíða

Höfundur:   0 athugasemdir

Allt í lífinu virðist ganga í bylgjum, hjartsláttur, vöxtur plantna, dýra og manna. Árstíðir eru gott dæmi um þetta, sumar, haust, vetur, vor.. Við sjáum þetta skýrt á sólarlaginu og einnig hversu áberandi flóð og fjara er hjá okkur.

FJARAN GLEYMIST

Okkur hættir til að einblína á það góða og vilja einungis það. Þessvegna veljum við e.t.v. oft það sem veitir okkur ánægju fljótt. Oft er það matur, t.d. nammi og sykur, en einnig getur það verið sambönd og fólk sem við kjósum að umgangast. Við viljum það besta fyrir okkur (flóð) en erum fjót að fara þegar fjarar. Í þeim áföllum sem ég hef lent í á minni lífsleið hefur það verið mér umhugsunarefni hve mikilvægt það er að muna eftir að rækta okkur sjálf, eða sambandið sem við erum í, þegar fjarar… því annars er voðinn vís. Munum að sólin kemur upp að nýju.

SKÖPUNARKRAFTUR MÓTLÆTIS

Ef við hugum að orðinu mót-læti þá má túlka það sem svo að það sé einmitt tíminn sem mótar okkur. Ef við ímyndum okkur lífið í bómullarhnoðra þá er lítið „rask“ sem mótar okkur. Þessvegna er athyglivert að gefa mótlætinu gaum og spyrja sjálfan sig hvað maður geti lært af þeim aðstæðum sem maður gengur í gegnum.

SÁNINGARKRAFTUR MÓTLÆTIS

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni en hugleiðingin er þessi: mundu eftir sáningarkrafti mótlætis, ef þú veitir því gaum og veltir fyrir þér tækifærinu sem í aðstæðunum eru þá muntu uppskera talsvert betur en þú bíðir eftir að heimurinn muni bjargi þér. Það er mjög hæpið að það muni gerast. Gangi þér vel!

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...