Hvað er það sem raunverulega skiptir máli ?

Höfundur:   0 athugasemdir

Við höfum oft heyrt sögurnar af fólki sem, á síðara æviskeiði, er fullt eftirsjá yfir hlutum sem það gerði ekki þegar það hafði kost á þeim. Sjálfur þekki ég það vel en er að vinna í því að breyta um betur, reyna að lifa lífinu – núna. Í því fellst að taka því fagnandi sem mér berst á lífsins fjöru.

 

Lífið breytist á einum degi

Við sem eigum börn þekkjum það þegar við verðum foreldrar, hvað lífið okkar breytist á örskotsstundu. Við erum allt í einu komin með annað hlutverk, við höfum í höndunum barn sem er algjörlega háð okkur varðandi allt og treystir á okkur. Þetta barn er svo algjörlega hreint og beint, það lætur tilfinningar sínar í ljós með fullkomnlega afdráttarlausum hætti – það brosir og hlær ef því líður vel og lætur auðveldlega vita ef því líður verr. Eftir sem við eldumst förum við að halda betur að okkur tilfinningunum og reyna að passa í eitthvað „norm“. Flest okkar mættum taka börnin okkur til fyrirmyndar. Hvað fyllir á kerin okkar, er það nýr bíll, vélsleði, feitt veski eða nautasteikin og eðalvín ?
Þegar upp er staðið er það ekki þetta efnislega sem veitir okkur hamingju, hamingjan fæst ekki keypt.

 

Nýtum tækifærin

Í náttúrunni er ákveðinn hrynjandi, flóð og fjara, sólin fer upp og niður. Þannig virðist það einnig oft vera hjá okkur, við fáum tækifæri upp í hendurnar oft þegar við eigum síst von á þeim, kynnumst fólki sem mun hafa mikil áhrif á okkar líf. Það er mikilvægt að gefa þessum atriðum gaum og stökkva um borð svo við missum ekki af lestinni og fyllumst eftirsjá.

 

Tíminn er núna

Flest okkar lifum eins og við séum ódauðleg, við teljum okkur hafa allan tímann í heiminum. Við heyrum endalausar sögur af fólki sem hafði tækifæri en settu þau á ís þangað ákveðnum áfanga í „lífinu“ væri náð; „þegar barnið flytur að heiman ætla ég… “, „eftir fimmtugt ætla ég…“. Og alltof oft rætist þetta ekki, lífið tekur í taumana og tækifærin sóuð. Tíminn er núna. Gærdagurinn kemur aldrei aftur, ekki láta hann vera sóað tækifæri.

 
Ekki þurfa segja þegar upp er staðið „ég vildi hafa…“

 
Lifum núna, njótum og verum sátt við okkur sjálf.
 

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus