Komdu með út að ganga í Nóvember

Höfundur:   0 athugasemdir

Heilsumal.is kynnir gönguátak í Nóvember 2019. Ganga er ein sú besta hreyfing sem völ er á, ekki síst utandyra í fersku og góðu lofti.

Við hjá Heilsumál.is hvetjum alla til að reima á sig skónna og ganga eitthvað á hverjum degi út nóvember. Þú gengur í þínu nærumhverfi eða á þeim stað sem þú kýst. Svo gæti vel farið svo að við munum standa að einhverjum göngum þar sem við getum hist og gengið saman – við látum það bara þróast eftir áhuga. Aðalmarkmiðið með þessu er að hvetja fólk til þess að fara út að ganga, í öllum veðrum! 🙂 Það hressir, bætir og kætir!

Búið er að stofna Facebook grúppu fyrir verkefnið og við hvetjum fólk að vera duglegt að taka myndir og pósta inn í grúppuna og fengið þannig stuðning við sitt framlag. Við hlökkum til að ganga með ykkur í Nóvember!

Komdu með í hópinn á Facebook þar sem nánari upplýsingar verða birta þegar nær dregur.
https://www.facebook.com/groups/1421255398033324/

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...