5 rómantískar hugmyndir fyrir elskuna þína

Höfundur:   0 athugasemdir

Kryddaðu hversdagsleikann með rómantísku hugarfari og gjörðum. Komdu elskunni þinni á óvart! Fyrir okkur rómantísku karlmennina þá ætti þetta að vera auðvelt en margir eru fastir í gamla hjólfarinu, gera alltaf sömu hlutina og það verður þreytt til lengdar Hér eru því nokkrar hugmyndir sem þið getið notað til að gleðja elskuna ykkar.
 

1. „Dagurinn“ ykkar

Finndu út hvaða dag þið hittust fyrst og haldið upp á hann með sérstökum hætti, etv. með því að fara á sama stað eða gera svipaða hluti.

 

2. Kossamiðar

Keyptu nokkra poka af Hershey’s Kisses, taktu út “kisses” miðann sem stendur upp úr og fylltu lítið box með miðunum. Pakkaðu þessu svo inn fyrir hana og gefðu henni. Hún getur dregið sér miða hvenær sem er úr boxinu til að fá koss frá þér.
ValentineKisses


 

3. Gefðu henni medalíu!

Láttu grafa í verðlaunapening „heimsins besti elskhugi“.
bestlover-medialia


 

4. Sendu henni púsl

Skrifaðu henni bréf eða semdu ljóð til hennar. Límdu það á þykkan pappír, klipptu út eins og púsl og sendu henni í pósti eitt og eitt púsl í einu.
 

5. „Rændu“ henni og taktu hana í nudd

Taktu til sund- og snyrtidót fyrir hana í tösku. Sæktu hana í vinnuna og settu blindfold á hana þegar hún kemur í bílinn og ruglaðu hana í rýminu með að taka fleiri beygjur en þú þarft, best er að hún átti sig ekki á því hvar hún er. Þú ert búinn að bóka tíma í nudd fyrir ykkur bæði þar sem þið náið að láta þreytuna líða úr ykkur og eigið svo yndislega stund saman í heitum potti á eftir.
blindfold-bill


 

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus