Teiknimyndapersónan María útskýrir einhverfu

Höfundur:   0 athugasemdir

Blái dagurinn, 6. apríl, er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Af því tilefnu má búast við að margir munu mæta til skóla og vinnu bláklæddir til að vekja athygli á bláa deginum, degi einhverfunar.   Blár apríl – styrkarfélag barna með einhverfu stendur fyrir átakinu.

Markmið með deginum er að fræða fólk og vekja athygli á málefnum barna með einhverfu og safna fé til frekari fræðslu.

Ævar vísindamaður er talsmaður verkefnisins og flytur inngang í myndbandi þar sem María, ung stúlka með einhverfu segir okkur frá sér og sínu lífi með einhverfu.

 

Sjá nánar:
blarapril.is
Blár apríl – Styrktarfélag barna með einhverfu (Facebook síða)

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...