Afmælisfjallganga Ferðafélags barnanna – allir velkomnnir!

Höfundur:   0 athugasemdir

Ferðafélag barnanna fagnar þessa dagana tíu ára afmæli sínu. Markmiðið með Ferðafélagi barnanna hefur ávallt verið að skapa skemmtilegan vettvang fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að njóta útiveru, takast á við nýjar og spennandi áskoranir í íslenskri náttúru og hafa einfaldlega gaman af því að leika sér úti.

Afmælisfjallganga á Helgafell 13. júní

Í afmælisvikunni verður staðið fyrir ýmsum viðburðum, m.a. hjólafjöri í Elliðaárdal þriðjudaginn 12. júní kl. 18, sjósundi í Nauthólsvík á miðvikudaginn og svo lýkur afmælisfjörinu með afmælisfjallgöngu á Helgafell í Hafnarfirði þann 13. júní þar sem Ingó veðurguð heldur uppi fjörinu og börn og fullorðnir ætla að njóta kvöldsólarinnar af frábæru útsýnisfjalli.

“Við hlökkum mikið til að hitta gamla og nýja vini Ferðafélags barnanna í afmælisfjallgöngunni. Það er fátt betra á fallegum sumarkvöldum en að drífa sig út með fjölskyldunni og efla sál og líkama” segir Dalla Ólafsdóttir annar umsjónarmanna Ferðafélags barnanna.”Ingó veðurguð ætlar að rölta með okkur með gítarinn á bakinu og taka nokkur lög og svo ætlar Fjallakofinn sem fagnar um þessar mundir 15 ára afmæli að færa öllum börnum afmælisglaðning.”

Þríþætt starf Ferðafélags barnanna

Starf Ferðafélags barnanna er í meginatriðum þríþætt; geysivinsælar lengri göngur svo sem um Laugaveginn og Fimmvörðuháls, fróðleiksgöngur í farsælu samstarfi við Háskóla Íslands þar sem pöddur, stjörnur, fuglar og sveppir eru skoðaðir og svo vinsælt Fjallagarpaverkefni þar sem börnin draga fullorðna fólki á sex fjöll á höfuðborgarsvæðinu að vori og hausti.

Allar nánari upplýsingar um afmælisvikuna og starfið má finna hér: https://www.fi.is/is/ferdafelag-barnanna

Dalla Ólafsdóttir og Matthías Sigurðsson umsjónarmenn Ferðafélags barnanna ásamt börnum sínum.

Fjöruskoðun hjá Ferðafélagi barnanna.

Fuglaskoðun hjá Ferðafélagi barnanna.

Ferðafélag barnanna gengur Laugaveginn.

Bent er ÍAK einkaþjálfari. Hann hefur einnig sterkan bakgrunn í vef- og markaðsmálum. Hann hefur m.a. unnið um árabil við markaðs- og auglýsingamál hjá World Class og vefumsjón hjá Kópavogsbæ. Bent er einnig ljósmyndari og myndir eftir hann hafa verið birtar í blöðum víðsvegar um heim. Hann er menntaður í garðyrkjufræðum frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Til viðbótar við þetta er hann tónlistarmaður og hefur kennt um árabil á rafgítar.

Segðu þína skoðun...


Provided by water damage columbus